Hálendið á Arctic Circle/The Central highland at the Arctic Circle conference

Hálendið á Arctic Circle/The Central highland at the Arctic Circle conference

Hálendisverkefnið stóð fyrir viðburði á Arctic Circle ráðstefnunni sem haldin var í Reykjavík í október. Arctic Circle er ein stærsta ráðstefna heims á sviði norðurskautsmála og hana sækja bæði erlendir og innlendir stjórnmálamenn, fulltrúar félagasamtaka, fyrirtækja, háskóla, hugveita, umhverfisamtaka, svo dæmi séu nefnd.

Þrír fyrirlesarar fjölluð um miðhálendið í máli og myndum. Fyrst á svið var Caitlin Wilson, starfsmaður Landverndar, sem las upp fyrirlestur Þóru Ellenar Þórhallsdóttur prófessors í líffræði við Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn fjallaði um náttúruverðmæti miðhálendisins. Þóra Ellen átti upphaflega að flytja fyrirlesturinn en komst því miður ekki.

Næstur á svið var Peter Prokosch stofnandi umhverfisverndarsamtakanna Linking tourism & conservation og fyrrverandi framkvæmdastjóri norðurskautamála WWF. Prokosch fjallaði um ferðamál á norðurslóðum og hvernig þau geta stutt við náttúruvernd. Prokosch lagði áherslu á að auka ætti verndun svæða á miðhálendinu og nefndi að heildstæð verndun svæðisins sem þjóðgarðs myndi hjálpa til við stýringu ferðamanna og fræðslu þeirra um umgengni við náttúru landsins.

Síðast tók til máls Oliver Luckett. Luckett er forstjóri ReviloPark sem starfar í Reykjavík og Los Angeles. Hann hefur áður stjórnað markaðssetningu á samfélagsmiðlum með bæði heimsþekktum fyrirtækjum (Disney, Ford, ofl.), kvikmyndastjörnum, tónlistarmönnum og stjórnamálamönnum (Barack Obama, ofl.). Luckett fjallaði um ímynd Íslands sem ferðamannastaðar og lands náttúruverndar og ræddi um mikilvægi þess fyrir náttúru landsins og jákvæða ímynd Íslands að miðhálendið yrði gert að þjóðgarði. 

Viburðurinn var mjög vel sóttur, og fyrirlestarnir vöktu lukku meðal áheyrenda. Hægt er að horfa á þá hér:

https://www.youtube.com/watch?v=GVI62cVivLI&feature=youtu.be

ENGLISH

Hálendið-Iceland National Park recently took part in the Arctic Circle conference in Reykjavík. The conference is the largest network of international dialogue and cooperation on the future of the Arctic. It is an open democratic platform with participation from governments, organizations, corporations, universities, think tanks, environmental associations, indigenous communities, and others interested in the development of the Arctic and its consequences for the future of the globe.  

Hálendið offered three presentations that covered issues regarding the Icelandic Central highland.

Caitlin Wilson from the Icelandic Environment Association gave the first presentation. Wilson filled in for Dr. Þóra Ellen Þórhallsdóttir from the University of Iceland who was scheduled to give a presentation but could not attend. Wilson held Þóra´s presentation on the natural value of the central highland, and educated guests on the multiple natural phenomena of the area. 

Dr. Peter Prokosch, former director of the WWF International´s Arctic Programme and now the chairman of the NGO Linking Tourism & Conservation, discussed the link between sustainable tourism and conservation in the central highland.  

The American businessman and entrepreneur Oliver Luckett, who now resides in Iceland, discussed how the pure image of the central highland benefits Icelandic economy and society, and how in fact the highland is the brand capital of Icelandic nature. 

A video of the event is available in the link above.

 

 

Íslandsvinurinn Chris Burkard styrkir Hálendið/Chris Burkard & Albumsurf show support

Íslandsvinurinn Chris Burkard styrkir Hálendið/Chris Burkard & Albumsurf show support

Hinn heimsþekkti útivistarljósmyndari Chris Burkard hefur tekið höndum saman með brimbretta fyrirtækinu Album Surf og hannað brimbretti skreytt myndum af íslenskum jökulám. Óhætt er að segja að brimbrettin séu listasmíð. Brettin eru handgerð og loftmyndir af Þjórsá, Tungná og Hólmsá hafa verið þrykktar á þau.

Burkard, sem er gríðarlega vinsæll ljósmyndari á meðal fyrirtækja sem hanna útivistarvörur, kemur reglulega til landsins til að taka ljósmyndir. Myndirnar er bæði af íslensku landslagi og af vörum ýmissa fyrirtækja þar sem íslensk náttúra er bakgrunnurinn.

Íslensk náttúra er Burkard mjög hugleikin og þá sérstaklega miðhálendið. Því ákvað Burkard að leggja sitt af mörkum varðandi verndun svæðisins. Hlutur tekna af sölu brimbrettanna mun því renna til hálendisverkefnisins. Takk Chris og Album Surf!

Hér er hægt að horfa á myndband sem sýnir ferlið við gerð brimbrettanna

http://albumsurf.com/pages/chris-burkard-surfboards

ENGLISH

Rivers of the Icelandic highland featured on surfboards!
World-renowned extreme sports photographer and filmmaker Chris Burkard and Album Surf, one of the world’s leading makers of premium surfboards, have collaborated and made the most beautiful surfboards we have seen.

Chris is very passionate when it comes to nature conservation, and the Icelandic highland is an area that he thinks very highly of. For that reason Chris and Album Surf have decided to support the  Hálendið campaign in raising awareness to the conservation of the area. Thanks for the support!
http://albumsurf.com/pages/chris-burkard-surfboards

Landssamband stangveiðifélaga styður hálendisþjóðgarð/Icelandic angling clubs support the cause

Landssamband stangveiðifélaga styður hálendisþjóðgarð/Icelandic angling clubs support the cause

Enn bætist í hópinn þeirra samtaka sem styðja stofnun hálendisþjóðgarðs. Landssamband stangveiðifélaga staðfesti þátttöku sína þegar Ólafur Finnbogason formaður landssambandins skrifaði undir viljayfirlýsingu um stofnun þjóðgarð á miðhálendi Íslands fyrir þeirra hönd. Markmið Landssambands stangveiðifélaga er meðal annars að stuðla að náttúruvernd og berjast gegn hvers konar rányrkju á vatnasvæðum landsins, sem og að hvetja til hófsemi í veiði og stuðla að háttsemi í meðferð fengs.

Við bjóðum sambandið velkomið í hóp samtaka sem styðja þá sýn sem fram kemur hér www.halendid.is/#viljayfirlsing.

ENGLISH

The number of organisations that support the establishment of a highland national park is still growing. The Association of Icelandic Angling Clubs confirmed their participation in the coalition when the chairman of the association, Ólafur Finnbogason, signed the mission statement for a national park in the central highland of Iceland. The angling association´s goals are i.a. to contribute to nature conservation, fight against exploitation in rivers and lakes in Iceland and encourage temperance in angling. 

We welcome the Association of Icelandic Angling Clubs to the coalition that support the vision www.halendid.is/#viljayfirlsing

Stuðningur þjóðar/Icelanders support a highland park

Stuðningur þjóðar/Icelanders support a highland park

Skoðanakannanir Gallup sýna að meirihluti þjóðarinnar styður stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands. Yfir 60% aðspurðra svara því játandi og einungis 12% eru andvíg. Kannanirnar sýna líka að stuðningur við þjóðgarð á hálendinu er þvert á flokka, þar sem mun fleiri meðal kjósenda allra flokka eru fylgjandi þjóðgarði en andvígir. 

 

Opinion polls that Gallup Iceland has done for the Hálendið project show that majority of Icelanders support making the central highland of Iceland a national park. The poll asked Icelanders from different parts of the country if they were for or against the establishment of a national park in the central highland. The polls show that over 60% support it and only 12% are against it. The surveys also reveal that there is a majority for the idea among supporters of all political parties. Which is great!

könnun.png

Hellarannsóknafélag Íslands skrifar undir/Icelandic Speleological Society signs the highland park statement

Hellarannsóknafélag Íslands skrifar undir/Icelandic Speleological Society signs the highland park statement

Hellarannsóknafélag Íslands skrifaði nýverið undir viljayfirlýsingu um hálendisþjóðgarð og bættist þar með í stóran hóp samtaka sem styðja það að hálendið verði gert að þjóðgarði.

Markmið Hellarannsóknafélagsins er að finna, skoða, vernda og skrá hella á Íslandi sem og að ráðleggja áhugasömum um hvernig bera skal sig að við hellaskoðanir.

Við bjóðum félagið velkomið í hópinn um leið og við þökkum þeim stuðninginn!

Mynd með frétt er sótt af heimasíðu félagsins www.speleo.is

English

The Icelandic Speleological Society recently signed the mission statement for a highland national park in Iceland. By doing so the cave researchers joined the large group of organisations that have signed the statement. 

The goals of the Speleological Society is to find, observe, register and conserve caves in Iceland, as well as to give advice on how to set about to those that are interest in cave exploring. 

We welcome the Icelandic Speleological Society to the group and thank them for the support! 

 

 

Forsetaframbjóðendum líst vel á hálendisþjóðgarð

Forsetaframbjóðendum líst vel á hálendisþjóðgarð

Sýnin um hálendisþjóðgarð sem kynnt er í sameiginlegri viljayfirlýsingu fjölmargra samtaka í náttúruvernd, útivist og ferðaþjónustu virðist heilla frambjóðendur til embættis forseta Íslands.

Við könnuðum afstöðu allra forsetaframbjóðendanna til viljayfirlýsingarinnar og spurðum: Styður þú þá sýn sem fram kemur í viljayfirlýsingu samtakanna um hálendisþjóðgarð?

Svör bárust frá Höllu Tómasdóttur, Hildi Þórðardóttur, Guðrúnu Margréti Pálsdóttur, Elísabetu Jökulsdóttur og Andra Snæ Magnasyni.

Guðni Th. Jóhannesson, Davíð Oddsson, Sturla Jónsson og Ástþór Magnússon svöruðu ekki.  

Hér eru svörin sem okkur bárust:

Halla:  

Í miðhálendi Íslands eru fólgin ein mestu verðmæti sem land okkar býr yfir. Náttúrufegurð þessa mikla svæðis er einstökog það er höfuðnauðsyn að nýtingu og vernd þess verði stýrt af skynsemi og forsjálni. Verðmætamat manna breytist með tímanum, það sem menn sáu áður sem illvígar auðnir og ófæra farartálma, sjá menn nú sem ósnortna, stórbrotna og einstaka náttúru. Á okkur hvílir sú ábyrgð að spilla ekki þeim verðmætum sem okkur er falið að gæta – við eigum þau ekki ein, þetta eru verðmæti á alheimsmælikvarða og þau eru líka verðmæti komandi kynslóða. Þess vegna tel ég að hugmyndin um miðhálendið sem þjóðgarð geti verið skynsamleg. Það þarf samhæfða stjórn – það gengur ekki að hægri höndin viti ekki hvað sú vinstri gerir og svæðinu sé stýrt í smábrotum.  Þá er hætt við að heildin verði eyðilögð. En um leið tel ég mjög mikilvægt að ná skilningi og sátt um hvernig best er að gera þetta. Það þarf að skapa víðtækar umræður um það í samfélaginu – og þá meina ég samtal ekki þras. Ég tel rétt að þjóðin fái aðild að þessu samtal og einnig að leitað verði í reynslubrunn annarra þjóða. Þar tel ég að forseti geti komið að gagni, með því að standa fyrir þjóðfundum, opnum umræðum og kynningum á kostum og göllum hugmyndarinnar. Við þurfum að ná sátt um þetta mikilvæga mál. Upplýsing og samtal eru forsendur skilnings og sáttar.   

Hildur:

Ég er fylgjandi því að hálendið sé verndað fyrir frekari virkjunum og að náttúran og dýralífið gangi fyrir þegar umgengni og nýting er ákvörðuð. Hvort sem stofnaður verður þjóðgarður eða hvaða form verður á þessu friðlandi, finnst mér mikilvægt að taka tillit til sjónarmiða allra sem hafa notað hálendið hingað til. Náttúruverndarsinnar, ferðamálageirinn, jeppaferðalangar, frístundaskotveiðimenn, göngufólk, orkufyrirtækin og allir sem hafa áhuga eða þekkingu á málinu þurfa að setjast niður og finna lausnir sem allir una sáttir við og stuðla að sjálfbærni og verndun náttúrunnar. Ég persónulega er ekki fylgjandi frekari virkjunum nema kannski örfáum litlum virkjunum,nálægt þéttbýli. Ég er alls ekki hlynnt sæstreng til Evrópu, því ég tel að það muni hækka rafmagnsverð hér innan lands fyrir utan að þá verður eilíf krafa um að framleiða meira rafmagn með tilheyrandi virkjunum. Mér finnst mikilvægt að við förum að umgangast náttúruna af virðingu og hætta að líta svo á að við séum yfir hana hafin og höfum frjálsan umráðarétt yfir henni. Við erum ekki yfir náttúruna eða dýrin hafin og það er ekkert gefið að Móðir jörð vilji hafa okkur áfram. Umgöngumst hana af virðingu hvar sem við erum, ekki bara uppi á hálendi, heldur alls staðar. 

Guðrún Margrét: 

Mér finnst þetta mjög falleg sýn og ég er hlynnt náttúruvernd. Það sem ég hef aðallega verið að hugsa varðandi þetta er að útiloka ekki aðgengi og sjálfbæra nýtingu á svo stórum hluta landsins. Ef hægt er að ná samkomulagi um veg yfir Kjöl t.d. og leysa rafmagnsmál landsbyggðarinnar með góðum hætti þá sé ég í sjálfu sér ekkert til fyrirstöðu um slíkan hálendisþjóðgarð. Þó vil ég að haldið sé áfram tilraunum með skógrækt á hálendinu þar sem það er mögulegt eins og verið að reyna á Kili að mér skilst. Þar var landið skógi vaxið sem sést bæði á örnefnum og lurkum í jörðu. Mér finnst æskilegt að endurheimta skóg þar sem möguleiki er á.

Elísabet:

Afskaplega stórhuga og djörf ákvörðun sem ber að styðja, ein af þessum mikilvægu og stóru ákvörðunum sem Íslendingar taka þegar best liggur á þeim og þegar best gengur. Þegar við brjótumst út úr gamla hlutverkinu að vera kúguð eða meðvirk þjóð, samvinna þessara fyrirtækja og félaga er ótrúleg og afrek að tekist hafi að ná þeim öllum saman, fallega orðuð grein og mest um vert að virkjanir og háspennulínur eru afþakkaðar með öllu. Til hamingju.

Öræfi að eilífu.

Andri Snær:

Ég tel að þjóðgarður á hálendi Íslands sé ein af þessum stóru hugmyndum sem við getum látið verða að veruleika. Þjóðgarður myndi staðfesta mikilvægi og gildi náttúrunnar í sjálfri sér. Hálendið er hluti af sjálfsmynd okkar. Hálendið er kjarninn í ímynd Íslands og þjónar þannig öllum landsmönnum. 40.000 ferkílómetra þjóðgarður væru mikilvæg skilaboð út í heim þar sem náttúran á alls staðar í vök að verjast. 

Þess má svo geta að Davíð Oddsson og Ástþór Magnússon svöruðu spurningu Fréttablaðsins þar sem forsetaframbjóðendur voru spurðir hvort þeir vildu að miðhálendi Íslands yrði skilgreint sem þjóðgarður. Þar sagði Davíð að hugmyndin kæmi vel til greina og Ástþór sagði að honum fyndist það ágæt hugmynd að skilgreina slíkar náttúruperlur sem þjóðgarða. 

Guðni og Sturla hafa hins vegar ekki gefið upp afstöðu sína til þessara mála.

Hægt er að kynna sér og skrifa undir viljayfirlýsingu samtakanna á halendid.is

Christoph Bouthillier

Christoph Bouthillier, ánafnaði hálendisverkefninu kr. 500.000. /  A 500.000 kr. bequeth from Christoph Bouthillier

Hugmyndavinna / Ideas

Hugmyndavinna / Ideas

A conference titled The Central Highland: One of Iceland´s greatest treasures took place in Harpa Conference & Concert Center on February 26th-27th. First year students in graphic design at the Iceland Academy of Arts worked on a project that was on exhibition at the conference. Their job was to design a logo that illustrates the vision of a national park in the central highland.

Check out their nice logos here.

Dagana 26.- og 27. febrúar var haldin ráðstefna í Hörpu sem bar yfirskriftina: Miðhálendið-Einn mesti fjársjóður landsins. Nemar á fyrsta ári í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands unnu verkefni tengt ráðstefnunni undir handleiðslu Einars Gylfasonar hönnuðar. Verkefnið fólst í að hanna merki sem fangaði sýnina um þjóðgarð á miðhálendinu. 

Afrakstur vinnu nemanna var sýndur á ráðstefnunni og hlaut góðar undirtektir ráðstefnugesta.

Hér má skoða merki nemanna.