Hinn heimsþekkti útivistarljósmyndari Chris Burkard hefur tekið höndum saman með brimbretta fyrirtækinu Album Surf og hannað brimbretti skreytt myndum af íslenskum jökulám. Óhætt er að segja að brimbrettin séu listasmíð. Brettin eru handgerð og loftmyndir af Þjórsá, Tungná og Hólmsá hafa verið þrykktar á þau.

Burkard, sem er gríðarlega vinsæll ljósmyndari á meðal fyrirtækja sem hanna útivistarvörur, kemur reglulega til landsins til að taka ljósmyndir. Myndirnar er bæði af íslensku landslagi og af vörum ýmissa fyrirtækja þar sem íslensk náttúra er bakgrunnurinn.

Íslensk náttúra er Burkard mjög hugleikin og þá sérstaklega miðhálendið. Því ákvað Burkard að leggja sitt af mörkum varðandi verndun svæðisins. Hlutur tekna af sölu brimbrettanna mun því renna til hálendisverkefnisins. Takk Chris og Album Surf!

Hér er hægt að horfa á myndband sem sýnir ferlið við gerð brimbrettanna

http://albumsurf.com/pages/chris-burkard-surfboards

ENGLISH

Rivers of the Icelandic highland featured on surfboards!
World-renowned extreme sports photographer and filmmaker Chris Burkard and Album Surf, one of the world’s leading makers of premium surfboards, have collaborated and made the most beautiful surfboards we have seen.

Chris is very passionate when it comes to nature conservation, and the Icelandic highland is an area that he thinks very highly of. For that reason Chris and Album Surf have decided to support the  Hálendið campaign in raising awareness to the conservation of the area. Thanks for the support!
http://albumsurf.com/pages/chris-burkard-surfboards