Hálendisverkefnið stóð fyrir viðburði á Arctic Circle ráðstefnunni sem haldin var í Reykjavík í október. Arctic Circle er ein stærsta ráðstefna heims á sviði norðurskautsmála og hana sækja bæði erlendir og innlendir stjórnmálamenn, fulltrúar félagasamtaka, fyrirtækja, háskóla, hugveita, umhverfisamtaka, svo dæmi séu nefnd.

Þrír fyrirlesarar fjölluð um miðhálendið í máli og myndum. Fyrst á svið var Caitlin Wilson, starfsmaður Landverndar, sem las upp fyrirlestur Þóru Ellenar Þórhallsdóttur prófessors í líffræði við Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn fjallaði um náttúruverðmæti miðhálendisins. Þóra Ellen átti upphaflega að flytja fyrirlesturinn en komst því miður ekki.

Næstur á svið var Peter Prokosch stofnandi umhverfisverndarsamtakanna Linking tourism & conservation og fyrrverandi framkvæmdastjóri norðurskautamála WWF. Prokosch fjallaði um ferðamál á norðurslóðum og hvernig þau geta stutt við náttúruvernd. Prokosch lagði áherslu á að auka ætti verndun svæða á miðhálendinu og nefndi að heildstæð verndun svæðisins sem þjóðgarðs myndi hjálpa til við stýringu ferðamanna og fræðslu þeirra um umgengni við náttúru landsins.

Síðast tók til máls Oliver Luckett. Luckett er forstjóri ReviloPark sem starfar í Reykjavík og Los Angeles. Hann hefur áður stjórnað markaðssetningu á samfélagsmiðlum með bæði heimsþekktum fyrirtækjum (Disney, Ford, ofl.), kvikmyndastjörnum, tónlistarmönnum og stjórnamálamönnum (Barack Obama, ofl.). Luckett fjallaði um ímynd Íslands sem ferðamannastaðar og lands náttúruverndar og ræddi um mikilvægi þess fyrir náttúru landsins og jákvæða ímynd Íslands að miðhálendið yrði gert að þjóðgarði. 

Viburðurinn var mjög vel sóttur, og fyrirlestarnir vöktu lukku meðal áheyrenda. Hægt er að horfa á þá hér:

https://www.youtube.com/watch?v=GVI62cVivLI&feature=youtu.be

ENGLISH

Hálendið-Iceland National Park recently took part in the Arctic Circle conference in Reykjavík. The conference is the largest network of international dialogue and cooperation on the future of the Arctic. It is an open democratic platform with participation from governments, organizations, corporations, universities, think tanks, environmental associations, indigenous communities, and others interested in the development of the Arctic and its consequences for the future of the globe.  

Hálendið offered three presentations that covered issues regarding the Icelandic Central highland.

Caitlin Wilson from the Icelandic Environment Association gave the first presentation. Wilson filled in for Dr. Þóra Ellen Þórhallsdóttir from the University of Iceland who was scheduled to give a presentation but could not attend. Wilson held Þóra´s presentation on the natural value of the central highland, and educated guests on the multiple natural phenomena of the area. 

Dr. Peter Prokosch, former director of the WWF International´s Arctic Programme and now the chairman of the NGO Linking Tourism & Conservation, discussed the link between sustainable tourism and conservation in the central highland.  

The American businessman and entrepreneur Oliver Luckett, who now resides in Iceland, discussed how the pure image of the central highland benefits Icelandic economy and society, and how in fact the highland is the brand capital of Icelandic nature. 

A video of the event is available in the link above.