Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar halda ráðstefnu í Hörpu 26.-27. febrúar næstkomandi. Efni ráðstefnunnar er miðhálendið og stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands. Þar munu innlendir og erlendir sérfræðingar, sem þekkja til náttúrufars og útivistar á hálendinu halda fyrirlestra, auk þess sem fjallað verður um reynsluna af stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs.

Ókeypis er á ráðstefnuna og hún opin öllum. Skráning fer fram í gegnum steinar@natturuvernd.is