Andri Þór, formaður Kayakklúbbsins, skrifar undir viljayfirlýsinguna. 

Andri Þór, formaður Kayakklúbbsins, skrifar undir viljayfirlýsinguna. 

Kayakklúbburinn skrifar undir

Kayakklúbburinn bættist nýlega í stóran hóp útivistarsamtaka sem skrifað hafa undir viljayfirlýsingu um þjóðgarð á miðhálendinu. Formaður klúbbsins, Andri Þór Arinbjörnsson, skrifaði undir yfirlýsinguna fyrir hönd klúbbsins. Við tilefnið benti Andri Þór á að kafli yfirlýsingarinnar sem fjallar um aðgengi væri mjög mikilvægur og jafnframt að stjórn Kayakklúbbsins teldi að sú heildarsýn sem fram kemur í yfirlýsingunni samræmdist vel þeirra hagsmunum sem útivistarklúbbs.

Hálendið-Iceland National Park lýsir yfir ánægju með þátttöku Kayaklúbbsins í verkefninu og býður klúbbinn velkominn í þann stóra hóp samtaka sem vilja ná samstöðu um þjóðgarð á miðhálendi Íslands.   

Myndin efst á síðunni er tekin af Snorra Baldurssyni við Langasjó.